Innlent

Farþegi réðst á leigubílstjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leigubílstjórinn náði að komast á lögreglustöð.
Leigubílstjórinn náði að komast á lögreglustöð.
Farþegi réðst á leigubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu á þriðja tímanum í dag á meðan bílstjórinn var að keyra. Bílstjórinn náði að gera leigubílastöðinni viðvart og komst hann að lögreglustöðinni við Dalveg í Kópavogi þar sem árásarmaðurinn var handtekinn. Hann mun vera undir áhrifum lyfja eða fíkniefna og var færður í fangageymslu. Skýrsla verður tekin af honum þegar rennur af honum. Ekki er vitað hvort leigubílsstjórinn hafi meiðst alvarlega.

Þá var ökumaður bíls stöðvaður í Suðurfelli rétt fyrir klukkan eitt í dag. Grunur lék á að ökumaður væri undir áhrifum vímuefna.  Þegar betur var að gáð reyndist bíllinn vera ótryggður og númerin voru því tekin af henni.  Þá var ökumaður réttindalaus.  Hann var færður á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×