Innlent

Björgunarbátar könnuðu ástands báts við Garðskaga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir björgunarbátar voru sendir til að kanna með bátinn.
Tveir björgunarbátar voru sendir til að kanna með bátinn.
Tveir björgunarbátar Landsbjargar frá Hafnarfirði voru sendir af stað um hálfníuleytið í gær þegar sjálfvirkar staðsetningar báts sem staddur var um 20 milur norður af Gaðskaga hættu að skila sér. Reynt var að ná sambandi við bátinn eftir öllum mögulegum fjarskiptaleiðum og farsíma án árangurs. Hægt var þó að kalla fram staðsetningu á handvirkan hátt frá staðsetningartækjum bátsins

Auk björgunarbátanna tveggja var fiskiskip sem var á norðurleið í Faxaflóa beðið að taka krók á siglingu sína í átt að staðsetningu bátsins sem óttast var um. Þegar björgunarbátar Landsbjargar voru komnir u.þ.b. hálfa leið að bátnum og fiskiskipið komið í námunda við bátinn hafði skipstjóri bátsins samband við Landhelgisgæsluna og Vaktstöð siglinga og upplýsti að allt væri í lagi um borð. Voru þá björgunarbátunum snúið aftur til hafnar og fiskiskipið hélt áfram fyrirhugaðri siglingu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×