Innlent

Safnasafnið fékk Eyrarrósina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyrarrósin var afhent í dag.
Eyrarrósin var afhent í dag. mynd/ sigurjón.
Safnasafnið - Alþýðulistasafn Íslands á Svalbarðsströnd fékk afhenta Eyrarrósina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Aðstandendur safnsins fengu veglegan verðlaunagrip sem hannaður er af Steinunni Þórarinsdóttur listamanni og 1,5 milljónir króna í verðlaunafé. Önnur verkefni sem voru tilnefnd eru Sjóræningjahúsið við Patreksfjörð og Tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði.

Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni sem Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands hafa sett á stofn. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú og afhenti hún viðurkenninguna og verðlaunagripinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×