Innlent

Katrín Jakobsdóttir setur háskóladaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun setja háskóladaginn í dag.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun setja háskóladaginn í dag.
Háskóladagurinn fer fram í dag og því má búast við margmenni í húsakynnum Háskóla Íslands og húsakynnum annarra háskóla á landinu þegar líður á daginn. Á þessum degi kynna háskólar nám sitt og starfsemi með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra mun setja daginn í Háskólanum í Reykjavík klukkan tólf á hádegi. Þar verða rektorar allra skólanna saman komnir. Á eftir því mun ráðherra afhenda verðlaun vegna Hugmyndasamkeppni HR. Þá mun hún opna Vísindasmiðju Háskóla Íslands með formlegum hætti í Háskólabíói klukkan eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×