Innlent

Lögreglan stöðvaði par með þvottavél

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók par sem var að bera þvottavél úr fjölbýlishúsi um klukkan hálfþrjú í nótt. Maðurinn hljóp af vettvangi áður en lögregla kom en gaf sig síðar fram við lögreglu. Parið var vistað í fangageymslu og verður þar þangað til hægt verður að ræða við þau.

Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrfium áfengis í nótt, karlmaður var tekinn á Hverfisgötu og kona á Hafnarfjarðarvegi. Einn maður var jafnframt stöðvaður við akstur bifreiðar á Stekkjarbakka í Breiðholti í gærkvöld. Grunur lék á að hann væri ölvaður við akstur, en hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum og ökutækið hans ótryggt. Lögreglan tók númeraplötur af bifreiðinni. Tveir voru líka teknir fyrir akstur undir áhrifum lyfja í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×