Innlent

Mattel framleiðir svifbretti

Leikfangaframleiðandinn Mattel hefur hafið framleiðslu á eftirlíkingu af svifbrettinu sem Marty McFly notaði í kvikmyndunum vinsælu Back to the Future. Því miður svífa brettin ekki en aðdáendur kvikmyndanna geta eflaust sætt sig við það.

Brettin eru nákvæm eftirlíking af því sem Marty notaði. Svo nákvæm eru þau að það er jafnvel gat á brettinu þar sem stýrið var áður en Marty reif það af.

Brettið sást fyrst í öðrum hluta kvikmyndaséríunnar en munir úr þeirri kvikmynd virðast vera afar eftirsóttir. Á síðasta ári kynnti Nike samskonar strigaskó og Marty gekk í myndinni og seldust þeir afar vel.

Atburðarrásin í Back to the Future Part II átti sér stað árið 2015. Leikfanga- og skóframleiðendur hafa því tvö ár til stefnu til að hanna raunverulegar eftirlíkingar af svifbrettunum og sjálfreimandi strigaskóm.

Hér fyrir ofan má síðan sjá minnistætt atriði úr Back to the Future Part II.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×