Innlent

Stjarneðlisfræðingar endurskapa "Hin miklu umbrot"

Sprengistjörnur eru einhverjar mestu hamfarir sem þekkjast í alheiminum og verða síðustu andartök Eta Carinae því sjáanleg frá Jörðinni.
Sprengistjörnur eru einhverjar mestu hamfarir sem þekkjast í alheiminum og verða síðustu andartök Eta Carinae því sjáanleg frá Jörðinni.
Stjarneðlisfræðingar hafa endurskapað risavaxna sprengingu sem átti sér stað fyrir 150 árum. Sprengingin var svo öflug að hún sást frá jörðinni árum saman.

Vísindamenn hafa nefnt sprenginguna „Hin miklu umbrot." Gosið átti sér stað á stjörnunni Eta Carinae en hún er í 7.500 ljósára fjarlægð frá Jörðinni.

Sprengingin sást afar vel frá Jörðinni og var Eta Carinae ein bjartasta stjarna næturhiminsins í áraraðir. Stjarnan er 100 sinnum stærri en sólin.

Sprengingin hefur lengi verið ein af helstu ráðgátum stjörnufræðinnar. Vísindamennirnir vonast til þess að ný aðferð við myndgreiningu geimryks geti varpað ljósi á uppruna atviksins.

Myndirnar munu einnig gefa vísbendingar um hvenær Eta Carinae klárar eldsneyti sitt. Þegar það gerist verður stjarnan að sprengistjörnu og fellur hún þá saman undan eigin þunga.

Sprengistjörnur eru einhverjar mestu hamfarir sem þekkjast í alheiminum og verða síðustu andartök Eta Carinae því sjáanleg frá Jörðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×