Innlent

Göngumenn í sjálfheldu á Eyjafjallajökli

Þrír göngumenn lentu í sjálfheldu í hlíðum Eyjafjallajökul í kvöld. Björgunarþyrlan Kná var kölluð út í kjölfarið og lagði af stað frá Reykjavík stuttu seinna.

Aðstæður á svæðinu er afar erfiðar samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli. Mikill vindur er á svæðinu og skafrenningur.

Fólkið hafði samband við lögregluna á Hvolsvelli um áttaleytið og lagði þyrlan af stað um klukkustund seinna.

Þyrlan mun ná til fólksins fyrir klukkan ellefu í kvöld og verður fólkinu komið í skjól hið fyrsta.

Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki. Samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli eru mennirnir vel búnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×