"Stjórnvöld og fjármálastofnanir beittu efnahagslegu ofbeldi" 17. febrúar 2012 20:15 Hagsmunasamtök heimilanna fagna niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengistryggð lán. Í tilkynningu frá samtökunum segir að stjórnvöld og fjármálastofnanir landsins hafi beitt tugi þúsunda heimila efnahagslegu ofbeldi með verkum sínum. Einnig kemur fram að stjórnvöld hafi margsinnis verið hvött til að semja um sanngjarnar lausnir þannig að allir landsmenn sætu við sama borð. „Þess í stað kusu stjórnvöld að etja lánþegum gegn hver öðrum með lymskulegu tali um táknmyndir óhófs í tengslum við lánin." Samtökin telja að bankastjórnendur beri ábyrgð á þeim vanda sem upp kom hér landi og hafa þau lagt fram kæru á næstum allar stjórnir og bankastjóra á árabilinu 2001 til 2012 fyrir að veita gengistryggð lán og innheimta með ólöglegum hætti. Hægt er að sjá fréttatilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan.Hagsmunasamtök heimilanna álykta um dóm HæstaréttarDómur Hæstaréttar er áfangasigur Hagsmunasamtök heimilanna (HH) fagna niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr 600/2011 15. febrúar 2012. Hæstiréttur Íslands hefur nú staðfest réttmæti málflutnings HH um ólögmæti afturvirkrar lagasetningar í sambærilegum málum. Allir sjö dómarar Hæstiréttar voru sammála um þá meginreglu að lög gildi ekki afturvirkt. Jafnframt úrskurðar Hæstiréttur um að kvittanir hafi fullnaðargildi og vöxtum af greiddum kröfum því ekki haggað með íþyngjandi hætti. Samtökin vilja í því samhengi leggja áherslu á að Hæstiréttur hefur aldrei dæmt á þá leið að endurreikna ætti ólögmæt gengistryggð lán þannig að óverðtryggðir vextir seðlabankans leggist á greidda gjalddaga, heldur féllust málsaðilar þess máls á þá vexti á ógreiddar eftirstöðvar en slíkt samkomulag málsaðila hefur lítið fordæmisgildi fyrir rétti, hvað þá fyrir lagasetningu. Sumir þingmenn sem samþykktu lög 151/2010 hafa haldið því fram að dómurinn hafi verið afturvirkur, sem er ekki rétt.Eftirlit með endurútreikningum Eðlilegast væri að gengisbundin lán héldu þeim vöxtum sem voru á þeim í upphafi, en þó hefur ekki verið dæmt um hvort vextir myndu falla niður í tilfelli þeirra vaxta sem bundnir eru við gengi gjaldmiðla. Við teljum engar forsendur fyrir því að hækka vextina. HH vilja árétta að Hæstiréttur hefur einungis dæmt um eina tegund samningsvaxta, en gengistryggðir lánasamningar báru ekki allir sams konar samningsvexti. Samkvæmt dómnum skal lántakinn þ.e. veikari aðili samningsins, njóta vafans. Það ætti að vera útgangspunktur allra ákvarðana héðan í frá þ.m.t. í útreikningum á afborgunum þar til óvissu hefur verið eytt.Lög 151/2010 voru tilraun til að rétta hlut kröfuhafa Í orði kveðnu setja stjórnvöld fram að verja eigi heimilin en verk þeirra segja þveröfuga sögu. Þrátt fyrir aðvaranir frá umsagnaraðilum voru lög 151/2010 samþykkt án þeirra nauðsynlegu varnagla sem hefði þurft að setja við afturvirkni og brotum á neytendarétti. HH hafa margoft varað stjórnvöld við afleiðingum þess að láta nauðungarsölur og vörslusviptingar á grundvelli vafasamra endurútreikninga fjármálastofnana fara fram. Slíkir gjörningar kunna að hafa bakað ríkinu og embættismönnum þess skaðabótaskyldu.Þau slitu lögin, þau slitu friðinn Stjórnvöld og fjármálastofnanir hafa í raun beitt tugi þúsunda heimila í landinu efnahagslegu ofbeldi með verkum sínum. Þau voru margsinnis hvött til að semja um sanngjarnar lausnir þannig að allir sætu við sama borð. Þess í stað kusu stjórnvöld að etja lánþegum gegn hver öðrum með lymskulegu tali um táknmyndir óhófs í tengslum við lánin. Einnig hefur kynslóðum verið att gegn hvor annarri þegar talað er um að dreifa byrðum af hruninu. Með "ömmu trompinu" er þannig t.d. réttlætt gríðarleg eignatilfærsla frá lántakendum til lífeyrissjóða í formi verðbóta sem eru tilkomnar af markaðsmisnotkun og vísvitandi lögbrotum fjármálafyrirtækja auk vanrækslu fjármálaeftirlits og Seðlabanka íslands. Þegar velt er fyrir sér ábyrgð á því ómælda tjóni sem lántakendur hafa orðið fyrir ber að spyrja um ábyrgð og hverjir ætli sér að axla hana. Ábyrgðina telja HH að bankastjórnendur beri og hafa nú lagt fram kæru á næstum allar stjórnir og bankastjóra á árabilinu 2001-2012 fyrir að veita gengistryggð lán og innheimta með ólöglegum hætti. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna fagna niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengistryggð lán. Í tilkynningu frá samtökunum segir að stjórnvöld og fjármálastofnanir landsins hafi beitt tugi þúsunda heimila efnahagslegu ofbeldi með verkum sínum. Einnig kemur fram að stjórnvöld hafi margsinnis verið hvött til að semja um sanngjarnar lausnir þannig að allir landsmenn sætu við sama borð. „Þess í stað kusu stjórnvöld að etja lánþegum gegn hver öðrum með lymskulegu tali um táknmyndir óhófs í tengslum við lánin." Samtökin telja að bankastjórnendur beri ábyrgð á þeim vanda sem upp kom hér landi og hafa þau lagt fram kæru á næstum allar stjórnir og bankastjóra á árabilinu 2001 til 2012 fyrir að veita gengistryggð lán og innheimta með ólöglegum hætti. Hægt er að sjá fréttatilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan.Hagsmunasamtök heimilanna álykta um dóm HæstaréttarDómur Hæstaréttar er áfangasigur Hagsmunasamtök heimilanna (HH) fagna niðurstöðu Hæstaréttar í máli nr 600/2011 15. febrúar 2012. Hæstiréttur Íslands hefur nú staðfest réttmæti málflutnings HH um ólögmæti afturvirkrar lagasetningar í sambærilegum málum. Allir sjö dómarar Hæstiréttar voru sammála um þá meginreglu að lög gildi ekki afturvirkt. Jafnframt úrskurðar Hæstiréttur um að kvittanir hafi fullnaðargildi og vöxtum af greiddum kröfum því ekki haggað með íþyngjandi hætti. Samtökin vilja í því samhengi leggja áherslu á að Hæstiréttur hefur aldrei dæmt á þá leið að endurreikna ætti ólögmæt gengistryggð lán þannig að óverðtryggðir vextir seðlabankans leggist á greidda gjalddaga, heldur féllust málsaðilar þess máls á þá vexti á ógreiddar eftirstöðvar en slíkt samkomulag málsaðila hefur lítið fordæmisgildi fyrir rétti, hvað þá fyrir lagasetningu. Sumir þingmenn sem samþykktu lög 151/2010 hafa haldið því fram að dómurinn hafi verið afturvirkur, sem er ekki rétt.Eftirlit með endurútreikningum Eðlilegast væri að gengisbundin lán héldu þeim vöxtum sem voru á þeim í upphafi, en þó hefur ekki verið dæmt um hvort vextir myndu falla niður í tilfelli þeirra vaxta sem bundnir eru við gengi gjaldmiðla. Við teljum engar forsendur fyrir því að hækka vextina. HH vilja árétta að Hæstiréttur hefur einungis dæmt um eina tegund samningsvaxta, en gengistryggðir lánasamningar báru ekki allir sams konar samningsvexti. Samkvæmt dómnum skal lántakinn þ.e. veikari aðili samningsins, njóta vafans. Það ætti að vera útgangspunktur allra ákvarðana héðan í frá þ.m.t. í útreikningum á afborgunum þar til óvissu hefur verið eytt.Lög 151/2010 voru tilraun til að rétta hlut kröfuhafa Í orði kveðnu setja stjórnvöld fram að verja eigi heimilin en verk þeirra segja þveröfuga sögu. Þrátt fyrir aðvaranir frá umsagnaraðilum voru lög 151/2010 samþykkt án þeirra nauðsynlegu varnagla sem hefði þurft að setja við afturvirkni og brotum á neytendarétti. HH hafa margoft varað stjórnvöld við afleiðingum þess að láta nauðungarsölur og vörslusviptingar á grundvelli vafasamra endurútreikninga fjármálastofnana fara fram. Slíkir gjörningar kunna að hafa bakað ríkinu og embættismönnum þess skaðabótaskyldu.Þau slitu lögin, þau slitu friðinn Stjórnvöld og fjármálastofnanir hafa í raun beitt tugi þúsunda heimila í landinu efnahagslegu ofbeldi með verkum sínum. Þau voru margsinnis hvött til að semja um sanngjarnar lausnir þannig að allir sætu við sama borð. Þess í stað kusu stjórnvöld að etja lánþegum gegn hver öðrum með lymskulegu tali um táknmyndir óhófs í tengslum við lánin. Einnig hefur kynslóðum verið att gegn hvor annarri þegar talað er um að dreifa byrðum af hruninu. Með "ömmu trompinu" er þannig t.d. réttlætt gríðarleg eignatilfærsla frá lántakendum til lífeyrissjóða í formi verðbóta sem eru tilkomnar af markaðsmisnotkun og vísvitandi lögbrotum fjármálafyrirtækja auk vanrækslu fjármálaeftirlits og Seðlabanka íslands. Þegar velt er fyrir sér ábyrgð á því ómælda tjóni sem lántakendur hafa orðið fyrir ber að spyrja um ábyrgð og hverjir ætli sér að axla hana. Ábyrgðina telja HH að bankastjórnendur beri og hafa nú lagt fram kæru á næstum allar stjórnir og bankastjóra á árabilinu 2001-2012 fyrir að veita gengistryggð lán og innheimta með ólöglegum hætti.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira