Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 13:17 Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Dómur Hæstaréttar staðfesti í öllum atriðum niðurstöðu Héraðsdóms, sem sakfelldi Baldur á grundvelli fimm ákæruliða af sex. Málið dæmdu Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari. Þetta er fyrsta innherjasvikamálið sem dæmt er í Hæstarétti í réttarsögu Íslands. Baldur var hinn 7. apríl í fyrra dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur og var það niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Þá var gert upptækt söluandvirði hlutabréfa Baldurs í Landsbankanum, 174 milljónir króna, þ.e upphaflegt söluandvirði 192 milljónir að frádregnum fjármagnstekjuskatti. Einn dómari af fimm, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði og taldi að vísa bæri málinu frá dómi. Í efnislegum hluta sératkvæðisins komst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki væru efni til að vísa málinu frá dómi bæri að sýkna Baldur. Mál Baldurs Guðlaugssonar - tímalína Baldur Guðlagusson, fæddur 1946, er lögfræðingur að mennt og starfaði sem lögmaður áður en hann fór að vinna sem embættismaður hjá hinu opinbera. Fyrir bankahrunið var Baldur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat sem slíkur í sérstökum samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. 13. ágúst 2008 Baldur fundar með bankastjórum Landsbankans 2. september 2008 Sat fund með fjármálaráðherra Bretlands þar sem flutningur á Icesave var ræddur. 17. og 18. september 2008 Selur hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna október 2008 Fjármálaeftirlitið hefur rannsókn á sölu Baldurs á hlutabréfunum. 7. maí 2009 Fjármálaeftirlitið tilkynnir Baldri að rannsókn á máli hans hafi verið hætt 19. júní 2009 Baldri er tilkynnt af FME að eftirlitið hafi hafið rannsókn í máli hans að nýju 9. júlí 2009 FME vísar málinu til sérstaks saksóknara 13. nóvember 2009 sérstakur saksóknari kyrrsetur 192 milljónir króna á reikningum Baldurs 3. febrúar 2010 Hæstiréttur hafnar kröfu Baldurs um að rannsókn málsins verði felld niður 26. febrúar 2010 Hæstiréttur dæmir kyrrsetninguna á innistæðunum lögmæta 13. október 2010 Baldur ákærður fyrir innherjasvik 7. apríl 2011 Baldur dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi 17. febrúar 2012 Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir Baldri. Tengdar fréttir Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49 Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33 Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10 Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Dómur Hæstaréttar staðfesti í öllum atriðum niðurstöðu Héraðsdóms, sem sakfelldi Baldur á grundvelli fimm ákæruliða af sex. Málið dæmdu Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari. Þetta er fyrsta innherjasvikamálið sem dæmt er í Hæstarétti í réttarsögu Íslands. Baldur var hinn 7. apríl í fyrra dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur og var það niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Þá var gert upptækt söluandvirði hlutabréfa Baldurs í Landsbankanum, 174 milljónir króna, þ.e upphaflegt söluandvirði 192 milljónir að frádregnum fjármagnstekjuskatti. Einn dómari af fimm, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði og taldi að vísa bæri málinu frá dómi. Í efnislegum hluta sératkvæðisins komst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki væru efni til að vísa málinu frá dómi bæri að sýkna Baldur. Mál Baldurs Guðlaugssonar - tímalína Baldur Guðlagusson, fæddur 1946, er lögfræðingur að mennt og starfaði sem lögmaður áður en hann fór að vinna sem embættismaður hjá hinu opinbera. Fyrir bankahrunið var Baldur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat sem slíkur í sérstökum samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. 13. ágúst 2008 Baldur fundar með bankastjórum Landsbankans 2. september 2008 Sat fund með fjármálaráðherra Bretlands þar sem flutningur á Icesave var ræddur. 17. og 18. september 2008 Selur hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna október 2008 Fjármálaeftirlitið hefur rannsókn á sölu Baldurs á hlutabréfunum. 7. maí 2009 Fjármálaeftirlitið tilkynnir Baldri að rannsókn á máli hans hafi verið hætt 19. júní 2009 Baldri er tilkynnt af FME að eftirlitið hafi hafið rannsókn í máli hans að nýju 9. júlí 2009 FME vísar málinu til sérstaks saksóknara 13. nóvember 2009 sérstakur saksóknari kyrrsetur 192 milljónir króna á reikningum Baldurs 3. febrúar 2010 Hæstiréttur hafnar kröfu Baldurs um að rannsókn málsins verði felld niður 26. febrúar 2010 Hæstiréttur dæmir kyrrsetninguna á innistæðunum lögmæta 13. október 2010 Baldur ákærður fyrir innherjasvik 7. apríl 2011 Baldur dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi 17. febrúar 2012 Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir Baldri.
Tengdar fréttir Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49 Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33 Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10 Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04 Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49
Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50
Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33
Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10
Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04