Innlent

Menningarfylgd Birnu fagnar 10 ára afmæli sínu

Á morgun, laugardag, fagnar Menningarfylgd Birnu ehf. tíu ára afmæli. Í tilefni afmælis býður Birna Þórðardóttir upp á klukkutíma afmælisgöngu um ljúfa staði miðborgarinnar.

Í tilkynningu segir að upphaf göngu verður á Skólavörðuholtinu kl. 14.00 og þaðan skoppað niður á móti í holt og hólablús. Alls óvíst um viðkomustaði , en einhvers staðar verður endað, á vel viðeigandi stað.

Boðinn er sérstakur afmælisafsláttur, í þetta eina skipti, og börn greiða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×