Innlent

Bílskúr brann til grunna

Eldur kom upp í frístandandi bílskúr úr timbri við einbýlishús við Keilufell í Reykjavík um klukkan hálf tvö í nótt.

Fjölmennt slökkvilið var sent á vettvang þar sem nálæg hús eru úr timbri og var skúrinn alelda þegar það kom á vettvang. Nálæg hús voru þó ekki í hættu og gekk slökkvistarf vel, en skúrinn og það sem í honum var, er ónýtt. Enginn bíll var þar inni. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×