Innlent

Reyndu að fela fíkniefni í nærbuxunum

Lögreglumönnum á Selfossi þótti mannskapurinn eitthvað grunsamlelgur, um borð í bíl sem þeir stöðvuðu við venjulegt eftirlit í gærkvöldi og var kallað eftir fíkniefnahundi til að kanna málið nánar.

Hann hafði ekki lengi þefað af farþegunum þegar hann fann fíkniefni, falin í nærbuxum tveggja þeirra.

Ökumaðurinn, sem lögreglan á Akureyri stöðvaði upp úr miðnætti, framvísaði hinsvegar fíkniefnum áður en lögreglan hugðist leita á honum. Hann var auk þess undir áhrifum fíkniefna og réttindalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×