Innlent

Kenna Íslendingum um að makrílviðræður fóru út um þúfur

María Damanaki sjávarútvegsstjóri ESB.
María Damanaki sjávarútvegsstjóri ESB.
María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins og Lisbeth Berg Hansen sjávarútvegsráðherra Noregs kenna Íslendingum og Færeyingum um að viðræður um skiptingu makrílkvótans í Norð-austur Atlantshafi fóru út um þúfur í Reykjavík í gær.

Þetta segja þær í sameiginlegri yfirlýsingu og að Noregur og Evrópusambandið hafi boðið Íslendingum og Færeyingum umtalsverða aukna hlutdeild í kvótanum.

Samkvæmt óstaðfestum heimildum var Íslendingum boðin 7% hlutdeild, en að Íslendingar hafi verið tilbúnir að lækka veiðar sínar úr 17% af heildarkvótanum niður í 15%.

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa farið fram á fund í atvinnuveganefnd Alþingis til að fara yfir málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×