Gylfi: Skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 08:00 „Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi," sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt. Í þættinum var Gylfi spurður hvort ekki fælist þversögn í málflutningi þeirra sem segja að Seðlabankinn hafi beitt hagstjórnartækjum sínum rétt fyrir hrunið og að Ísland eigi að halda í krónuna, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruni hennar sem var afleiðing af því. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur valdið íslenskum heimilum miklum búsifjum, bæði í formi gengistryggðra lána og verðtryggðra lána vegna verðbólgunnar. Gylfi fór í þættinum yfir nokkra lærdóma sem draga mátti af hruninu og ókostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef Ísland ætlaði að hafa sjálfstæða mynt yrði að hafa einhvers konar taumhald á honum til að takmarka sveiflur og draga úr tjóni. Verðum að takmarka gjaldeyrisflutninga með krónu „Ef við ætlum að hafa krónuna þá þurfum við að takmarka gjaldeyrisflutninga milli landa með Tobin-skatti og vernda hagkerfið fyrir þessum fjármagnshreyfingum því það eru þessar fjármagnshreyfingar sem hafa lyft öllu upp hérna og svo dregið allt niður. Þegar það er uppsveifla þá koma peningar inn og gengið styrkist og svo fer það út og þá fer allt á hliðina. Það þarf að stoppa þetta. Svo þarf að setja reglur innanlands sem banna gengistryggð lán til einstaklinga og takmarka verulega gengistryggð lán til fyrirtækja. Aðskilja þarf fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og að hafa náið eftirlit með skuldsetningu og útlánum banka. Það er lein lexía sem er hægt að draga af þessu öllu saman, sem við vissum nú fyrir, að skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni. Ef þú tekur gengistryggt lán hjá banka, þá er það ekki einkamál ykkar tveggja. Því ef gengið gefur eftir og þú getur ekki staðið í skilum, hvað gerist þá? Það lendir á samfélaginu," sagði Gylfi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má sjá hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Kerfið hér er brothætt. Þetta er eins og að fljúga flugvél sem er biluð. Svo krassar hún og menn segja, hvað var flugmaðurinn að gera? Hann var að gera sitt besta, en vélin var ekki í lagi," sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands í nýjasta þættinum af Klinkinu en þar var hann að fara yfir meint hagstjórnarmistök Seðlabanka Íslands fyrir hrun og erfiðleikana sem því fylgja að hafa sjálfstæða peningastefnu með örsmáa mynt. Í þættinum var Gylfi spurður hvort ekki fælist þversögn í málflutningi þeirra sem segja að Seðlabankinn hafi beitt hagstjórnartækjum sínum rétt fyrir hrunið og að Ísland eigi að halda í krónuna, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruni hennar sem var afleiðing af því. Sjálfstæður gjaldmiðill hefur valdið íslenskum heimilum miklum búsifjum, bæði í formi gengistryggðra lána og verðtryggðra lána vegna verðbólgunnar. Gylfi fór í þættinum yfir nokkra lærdóma sem draga mátti af hruninu og ókostum þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil. Ef Ísland ætlaði að hafa sjálfstæða mynt yrði að hafa einhvers konar taumhald á honum til að takmarka sveiflur og draga úr tjóni. Verðum að takmarka gjaldeyrisflutninga með krónu „Ef við ætlum að hafa krónuna þá þurfum við að takmarka gjaldeyrisflutninga milli landa með Tobin-skatti og vernda hagkerfið fyrir þessum fjármagnshreyfingum því það eru þessar fjármagnshreyfingar sem hafa lyft öllu upp hérna og svo dregið allt niður. Þegar það er uppsveifla þá koma peningar inn og gengið styrkist og svo fer það út og þá fer allt á hliðina. Það þarf að stoppa þetta. Svo þarf að setja reglur innanlands sem banna gengistryggð lán til einstaklinga og takmarka verulega gengistryggð lán til fyrirtækja. Aðskilja þarf fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og að hafa náið eftirlit með skuldsetningu og útlánum banka. Það er lein lexía sem er hægt að draga af þessu öllu saman, sem við vissum nú fyrir, að skuldsetning er ekki einkamál þeirra sem standa í henni. Ef þú tekur gengistryggt lán hjá banka, þá er það ekki einkamál ykkar tveggja. Því ef gengið gefur eftir og þú getur ekki staðið í skilum, hvað gerist þá? Það lendir á samfélaginu," sagði Gylfi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má sjá hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17. febrúar 2012 01:00