Innlent

Mugison valinn flytjandi ársins á tónlistarverðlaunum X-ins 977

Mikið var um dýrðir þegar tónlistarverðlaun X-ins 977 voru afhent í kvöld á NASA.

Tónlistarmaðurinn Mugison átti afar gott kvöld en hann var valinn söngvari og flytjandi ársins. Nýjasta plata hans, Haglél, var síðan kosin plata ársins.

Þá var Nanna Bryndís Hilmarsdóttir valin söngkona ársins en hún syngur í hljómsveitinni Of Monsters and Men. Hljómsveitin fékk einnig verðlaun fyrir lag ársins - Little Talks.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves var valin tónlistarviðburður ársins.

Rapphljómsveitin Úlfur Úlfur var valin nýliði ársins.

Myndband við lagið Fjara eftir harðkjarna hljómsveitina Sólstafir var kosið besta tónlistarmyndbandið. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.

Sólstafir hlutu einnig sérstök útflutningsverðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×