Innlent

Vilja Náttúruminjasafn Íslands í Perluna

Samtökin hvetja mennta- og menningarmálaráðherra og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að gaumgæfa vel hugmyndir um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands.
Samtökin hvetja mennta- og menningarmálaráðherra og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að gaumgæfa vel hugmyndir um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands.
Fimm félagasamtök á sviði náttúru- og umhverfisverndar og fagfélög kennara hafa sent stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og mennta- og menningarmálaráðherra áskorun vegna hugmynda um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands.

Að áskoruninni standa Hið íslenska náttúrufræðifélag, Landvernd, Samlíf, ásamt Félögum náttúrufræði- og raungreinakennara.

Samtökin hvetja mennta- og menningarmálaráðherra og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að gaumgæfa vel hugmyndir um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands.

Í áskoruninni segir að „Náttúruminjasafn Íslands sé lögum samkvæmt eitt þriggja höfuðsafna þjóðarinnar og að það eigi að gegna lykilhlutverki í kynningu og fræðslu um náttúru Íslands."

Félögin segja að safnið hafi verið hrakólum síðustu misseri og að það hafi búið við óviðunandi aðstæður áratugum saman.

„Í ljósi þess að Íslendingar byggja atvinnu sína og líf á náttúru landsins í mjög ríkum mæli, auk þess sem langflestir erlendir ferðamenn sækja landið heim vegna náttúrunnar, skiptir öllu máli að bjóða upp á vandað höfuðsafn um náttúru landsins sem vel er í sveit sett og sómi er að."

Hægt er að lesa áskorunina hér fyrir neðan:



Undirrituð samtök hvetja stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eindregið til þess að gaumgæfa vel hugmyndir um nýtingu Perlunnar undir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands í því söluferli sem nú stendur yfir á húsnæðinu í Öskjuhlíðinni. Náttúruminjasafn Íslands er lögum samkvæmt eitt þriggja höfuðsafna þjóðarinnar og á að gegna lykilhlutverki í kynningu og fræðslu um náttúru Íslands. Safnið hefur verið á hrakhólum og búið við óviðunandi aðstæður svo áratugum skiptir. Nú er svo komið að það á engan samastað fyrir sýningastarfsemi sína og safnmunir eru geymdir ofan í kössum. Veglegt höfuðsafn í náttúrufræðum er stolt hverrar velstæðrar þjóðar og dýrmætur fróðleiksbrunnur fyrir þegna og gesti viðkomandi lands. Í ljósi þess að Íslendingar byggja atvinnu sína og líf á náttúru landsins í mjög ríkum mæli, auk þess sem langflestir erlendir ferðamenn sækja landið heim vegna náttúrunnar, skiptir öllu máli að bjóða upp á vandað höfuðsafn um náttúru landsins sem vel er í sveit sett og sómi er að.

Hið íslenska náttúrufræðifélag

Árni Hjartarson formaður

Landvernd

Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður

Samlíf - Samtök líffræðikennara

Ester Ýr Jónsdóttir formaður

Félag náttúrufræðikennara á grunnskólastigi

Jón Pétur Zimsen formaður

Félag raungreinakennara

Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir formaður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×