Innlent

Segir ESB og Noreg verða að gefa eftir af veiðiheimildum

„Samningsboð Evrópusambandsins og Noregs eru fjarstæða."
„Samningsboð Evrópusambandsins og Noregs eru fjarstæða."
Einar K. Guðfinnson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd Alþingis, segir að Evrópusambandið og Noregur hafi farið offorsi í samningaviðræðum strandríkjanna um makrílveiðar.

Viðræðum Evrópusambandsins, Íslendinga, Noregs, Rússlands og Færeyja lauk í dag án árangurs. Einar og aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd hafa óskað eftir fundi í nefndinni næstkomandi mánudag vegna málsins.

Einar telur að samninganefndin hafi staðið sig vel og að hún hafi sett fram réttmætar kröfur. „Ég er sammála þeirri nálgun sem samninganefnd okkar hefur haft í þessu máli," sagði Einar. „Við erum ábyrg fiskveiðiþjóð og við viljum að það séu í gildi samningar um þessa deilistofna."

Hann telur að Evrópusambandið og Noregur verði að gefa eftir af veiðiheimildum sínum svo að samningar náist. „Samningsboð Evrópusambandsins og Noregs eru fjarstæða," sagði Einar.

Einar segir að litlar sem engar líkur séu á að stofninn þoli það veiðiálag sem á honum er nú. Hann vísar allri ábyrgð á því máli til Evrópusambandsins og Noregs. „Þau hafa ákvarðað sér 90% af því sem Alþjóða hafrannsóknarráðið telur vera eðlilegt. Þannig er 10% skilið eftir fyrir okkur og Færeyinga sem er fráleitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×