Innlent

Sakar Ögmund um vanþekkingu

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, fyrir ummæli sín um að hið opinbera hafi eignarhald á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýrinni.

Gísli Marteinn segir að Ögmundur hafi komið upp um „makalausa vanþekkingu" með því að segja að ríkið ætti landsvæði Reykjavíkurflugvallar.

Rætt var um innanlandsflugið á Alþingi í gær. Þar sagði Ögmundur að Reykjavíkurborg hefði skipulagsvald yfir flugvallarsvæðinu í Reykjavík á meðan eignarhaldið lægi hjá ríkinu.

Á vefsíðu sinni bendir Gísli Marteinn á að Vatnsmýrin sé rúmlega 150 hektarar og að ríkið eigi 63 hektara af því svæði.

„Það var þess vegnar mikilvægt að innanríkisráðherra viðurkenndi með afgerandi hætti skipulagsrétt Reykjavíkur í Vatnsmýrinni, þótt hann hafi að vísu í sömu setningu komið upp um vanþekkingu sína á skipulagsmálum borgarinnar," skrifar Gísli Marteinn á vefsíðu sinni.

„Ég hef skilið það svo að ríkið eigi landið að megin uppistöðu til," sagði Ögmundur í samtali við Vísi. „Hér stendur orð gegn orði og við skulum fá úr því skorið hjá þeim sem vita betur hvar eignarhaldið liggur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×