Innlent

Hvernig er best að hlaða snjallsímann?

„Það er óþarfi að tæma rafhlöðu símans áður en hún er hlaðin á ný."
„Það er óþarfi að tæma rafhlöðu símans áður en hún er hlaðin á ný."
„Það er óþarfi að tæma rafhlöðu símans áður en hún er hlaðin á ný," sagði Magnús Viðar Skúlason hjá Hátækni. Magnús var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Hann sagði að gamlar taktar séu við líði þegar kemur að notkun farsíma og að margir haldi að nauðsynlegt sé að tæma algjörlega rafhlöðuna áður en hún er hlaðin á ný. Magnús sagði að rafhlöður í nýlegum farsímum séu nær undantekningalaust Lithium-rafhlöður.

„Lithium-rafhlöðurnar eru þannig gerðar að hægt er að hlaða þær hvenær sem er. Ekki þarf að tæma rafhlöðuna áður en hún er hlaðin aftur," sagði Magnús.

Magnús segir að hefðbundin Lithium-rafhlaða endist í 400 til 700 hleðslur og að eftir það sé hún í raun ónýt. „Ein hleðsla á sér stað þegar tóm rafhlaða er hlaðin til fulls."

Magnús bendir á að Lithium-rafhlöðurnar eru viðkvæmar fyrir kulda. „Fólk getur lent í því að rafhlaðan tæmist fyrirvaralaust þegar það er kalt úti. Þá er best að stinga farsímanum inn á sig og halda á honum hita í nokkrar mínútur."

Hægt er að hlusta á viðtalsbútinn hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×