Innlent

Vill verðtrygginguna burt og lánin leiðrétt

„Þessu er langt því frá lokið."
„Þessu er langt því frá lokið."
„Í kjölfarið á niðurstöðu Hæstaréttar er meiri krafa frá almenningi um að verðtryggðu lánin verði leiðrétt." Þetta sagði Ólafur Garðarsson hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í Reykjavík síðdegis í dag.

Í þættinum var forvitnast um skoðanir Ólafs um dóm Hæstaréttar í gær varðandi gengistryggð lán.

Ólafur sagði að enn væri mikil óvissa um ýmis atriði varðandi gengisbundnu lánin. „Þessu er langt því frá lokið. Þeir sem eru með verðtryggðu lánin eru náttúrulega ekki sáttir," sagði Ólafur.

Hann er handviss um að þrýstingur á úrbætur í málum þeirra sem eru með verðtryggð lán muni aukast á næstu dögum.

„Niðurstaða Hæstaréttar hefur engin áhrif á þá sem eru með verðtryggð lán." Ólafur vill fá þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að það eigi að afnema verðtryggingu á neytendalánum og leiðrétta þau í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×