Innlent

Áhugi á að endurbyggja Eden

Eden brann til kaldra kola síðasta sumar.
Eden brann til kaldra kola síðasta sumar.
Nokkur áhugi virðist vera á að endurreisa Eden í Hveragerði samkvæmt nýjum pistli sem Aldís Hafsteinsdóttir skrifaði á bloggsvæði sitt í gær. Þar segist hún hafa átt nokkur símtöl þar sem rætt var við aðila um uppbyggingu Eden.

„Þeir eru þónokkrir sem gera sér grein fyrir gildi þessa vörumerkis og þeirrar sérstöðu sem Eden hafði enda fer það ekki framhjá nokkrum manni að eftirspurnin er fyrir hendi. Í dag streyma ferðamenn svo tugum og hundruðum skiptir hingað í Verslunarmiðstöðina við Sunnumörk á hverjum morgni til að heimsækja Almar bakara, Skjálftasýninguna, Upplýsingamiðstöðina og handverksmarkaðinn. Það sýnir að hér vilja rúturnar stoppa á leið sinni áfram Suðurlandið," skrifar Aldís en Eden brann til grunna síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×