Innlent

Fékk kennsluverðlaun Orators

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hafsteinn Þór Hauksson tók á móti kennsluverðlaunum Orators í dag.
Hafsteinn Þór Hauksson tók á móti kennsluverðlaunum Orators í dag. mynd/ mh
Hafsteinn Þór Hauksson lektor við lagadeild Háskóla Íslands fékk afhent kennsluverðlaun Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, á hátíðarmálþingi sem fram fór í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Það var Kristel Finnbogadóttir, varaformaður Orators, sem afhenti verðlaunin.

„Við óskuðum eftir tilnefningum frá nemendum og svo höfðum við sett ákveðin viðmið," segir Kristel í samtali við Vísi en í ræðu sem hún hélt á fundinum sagði hún að Hafsteinn væri einstakliega fær í að koma af stað umræðu um efnið og hvetja til gagnrýninnar hugsunar um kenningar og fræðimenn. „Honum var hrósað fyrir þann hæfileika að vekja áhuga nemenda á efninu, að ná vel til þeirra og koma fram við þá sem jafningja," segir Kristel.

Þá var Hafsteini einnig veitt verðlaun fyrir nýbreytni í kennsluháttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×