Fótbolti

Stuðningsmenn Ajax ætluðu að lumbra á stuðningsmönnum Man. Utd

Lögreglan í Amsterdam handtók í gær 76 stuðningsmenn hollenska knattspyrnuliðsins Ajax sem eru taldir hafa ætlað að ráðast á stuðningsmenn Man. Utd. Liðin mætast í Evrópudeildinni á eftir.

Borgarstjórinn í Amsterdam ákvað að auka öryggisreglur í borginni út af leiknum og handtökurnar eru bein afleiðing af því.

Lögreglan gerði upptækt táragas, vopn og eiturlyf í fórum hópsins. Allir 76 mega búast við háum sektum og verður ekki hleypt út úr fangelsi fyrr en eftir leikinn.

Það voru fleiri en stuðningsmenn Ajax sem vildu lumbra á stuðningsmönnum því 54 stuðningsmenn belgíska liðsins Anderlecht voru víst mættir til Amsterdam í þeim eina tilgangi að slást við Englendingana.

Þeir voru allir handteknir og sendir heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×