Innlent

Frjálsi greinir Hæstaréttardóminn - ekki unnt að meta fordæmisgildi

Frjálsi Fjárfestingabankinn vinnur að nánari greiningu varðandi dóm hæstaréttar sem féll í gær, er varðar endurreikning og uppgjör gengistryggðs láns.

Í tilkynningu frá bankanum segir að unnið sé nú að því að fara yfir þær forsendur sem liggja til grundvallar niðurstöðu dómsins.

„Ekki er unnt að meta fordæmisgildi dómsins fyrr en þeirri vinnu er lokið. Viðskiptavinir verða upplýstir þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir svo í lok tilkynningarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×