Innlent

Steingrímur: Alger óvissa um fordæmisgildi dómsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon efnahags- og viðskiptaráðherra.
Dómur Hæstaréttar um vexti frá því í gær er mjög einstaklingsbundinn og erfitt að meta hve víðtækt fordæmisgildi hans er, sagði Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í dag. Hann flutti skýrslu fyrir Alþingi um dóminn og fara fram umræður um hana.

Steingrímur segir fjölmargar ástæður fyrir því að erfitt sé að meta hve víðtækt fordæmisgildi dómsins sé. Til dæmis sé óljóst frá hvaða tíma vaxtabreytingar eigi að gilda. Ekki sé tekið á dómnum í því máli. Auk þess séu fleiri atriða sem séu því óljós.

Steingrímur sagði að lög sem sett voru eftir að gengisdómarnir féllu sumarið 2010 og um haustið hafi verið sett til að taka á réttaróvissu sem komu upp eftir að dómarnir voru kveðnir. Án slíkra laga hefðu hugsanlega 80 þúsund manns þurft að sækja rétt sinn til dómstóla.

Steingrímur telur að ríkið hafi ekki bakað sér skaðabótaskyldu vegna dómsins í gær og laganna sem sett voru. Lögin hafi ekki skert rétt neins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×