Handbolti

Mögnuð stemning og glæsileg umgjörð á heimaleikjum Füchse Berlin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Berlín skrifar
Füchse Berlin - refirnir frá Berlín. Þessi tvö voru mætt snemma.
Füchse Berlin - refirnir frá Berlín. Þessi tvö voru mætt snemma.
Tæplega níu þúsund manns voru á leik Füchse Berlin og Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í gær en óhætt er að segja að áhorfendur hafi skemmt sér konunglega.

Füchse Berlin vann leikinn, 24-20, eftir að hafa leitt strax frá fyrstu mínútu heimamönnum til mikillar ánægju. Umgjörðin var öll hin glæsilegasta og mikil sýning sett á svið fyrir áhorfendur.

Vísir var á staðnum og fékk að smella af nokkrum myndum af stuðningsmönnum liðanna.

Max-Schmeling-höllin er hin glæsilegasta og tekur um níu þúsund manns í sæti. Hér er rúmur klukkutími í leik og aðeins þeir allra hörðustu mættir.
Tveir af dyggustu stuðningsmönnum Füchse Berlin.Mynd/E. Stefán
Magdeburg er aðeins 170 km í burtu frá Berlín og því um grannaslag að ræða þegar þessi tvö lið mætast. Þessir félagar voru í góðum gír fyrir leikinn.
Stuðningsmenn liðanna taka leikina misalvarlega og hafa ekki allir jafn hátt. Þessir létu nokkuð mikið á sér bera og minntust þess að Magdburg varð þýskur bikarmeistari árið 1996.
Það voru þó allir vinir og glatt á hjalla hjá þessum þýsku handboltaunnendum.
Krakkarnir sem fengu að hlaupa inn á völlinn með leikmönnum fyrir leik virtust spenntir fyrir kvöldinu.
Nú er um hálftími í leik og leikmenn byrjaðir að hita upp í þessari glæsilegu höll.
Alexander Petersson mátti sætta sig við að sitja á hliðarlínunni og fylgjast með þar sem hann er meiddur. Til vinstri er markvörðurinn Silvio Heinevetter og framkvæmdarstjórinn stendur hægra megin á myndinni.
Nú eru aðeins nokkrar mínútur í leik og þétt setið í stúkunni. Það voru 8696 manns á leiknum í gær.
Lukkudýr félagsins er að sjálfsögðu refur og tók mikinn þátt í gleðinni.
Það var líka boðið upp á eldvörpu til að kynda upp í kofanum. Áhorfendur tóku vel í það. Fyrir miðri mynd er kynnir kvöldsins.
Klappstýrurnar settu líka skemmtilegan svip á umgjörðina.
Hér bíða þær eftir því að leikmenn verða kynntir inn á völlinn.
Þær skiptu svo um búninga í hálfleik og héldu stemningunni uppi á meðan leikmenn hvíldu sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×