Innlent

Nokkur fíkniefnamál í gærkvöldi og nótt

Fíkniefni komu við sögu í nokkrum verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gærkvöldi og í nótt.

Fyrst var ökumaður stöðvaður fyrir of hraðann akstur, og reyndist hann undir áhrifum fíkniefna auk þess em búið var að svifta hann ökuréttindum.

Síðan voru höfð afskipti af þremur ungum mönnum við verslunarmiðstöð í Álfheimum þar sem þeir höfðu verið að reykja kannabis og í nokkrum hávaðaútköllum næturinnar voru höfð afskipti af fólki vegna fíkniefnaneyslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×