Innlent

Erlendir ferðamenn fastir á Hellisheiði

Tveir erlendir ferðamenn óskuðu eftir hjálp um þrjúleitið í nótt, þar sem þeir sátu fastir í snjó í bíl sínum á Hellisheiði.

Lögregla fór á vettvang en þar sem ekki var hægt að binda í bílinn, var kallað á kranabíl, sem dró bílinn upp.

Þæfingsfærð er á heiðinni og ekki fólksbílafæri, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×