Innlent

Steingrímur flytur skýrslu um Hæstaréttardóminn í dag

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, mun flytja munnlega skýrslu um dóm Hæstaréttar um gjaldeyrislán á Alþingi í dag.

Dómurinn þýðir að endurreikna þarf lán fjölmargra lánþega sem tóku ólögleg gengistryggð lán í aðdraganda bankahrunsins.

Steingrímur sagði við blaðamenn í gær að hann vildi ekki nefna nákvæma tölu um það hvað dómurinn myndi kosta bankana en ljóst þykir að það hlaupi á tugum milljarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×