Innlent

Fjórtán ára og með þrjár háskólagráður

Cavalin er mikill aðdáandi Jackie Chan.
Cavalin er mikill aðdáandi Jackie Chan. mynd/AP
Fjórtán ára piltur í Bandaríkjunum mun á næstu dögum fá sína þriðju gráðu frá háskólanum í Kaliforníu. Hann hefur óbeit á því að vera kallaður snillingur.

Moshe Kai Cavalin hóf háskólanám sitt átta ára að aldri. Þegar hann var níu ára gamall brautskráðist hann með ágætiseinkunn í tveimur námsbrautum. Cavalin mun síðan fá þriðju háskólagráðu sína í vikunni.

Námshæfni Cavalin hefur vakið gríðarlega athygli og hefur hann verið gestur í mörgum spjallþáttum. Öll þessi athygli fékk Cavalin til að skrifa bók þar sem hann lýsir námsvenjum sínum og lífstíl.

Bókin er kölluð „We Can Do" og er rúmar 100 blaðsíður að lengd. Í henni útskýrir Cavalin hvernig ungt fólk getur afrekað meira og náð markmiðum sínum. Hann segir að einbeiting skipti sköpun við námslestur og að nauðsynlegt sé að nálgast öll verkefni með seiglu.

Cavalin vill sannfæra fólk um að snilligáfa hafi lítið að gera með stórkostleg afrek.

„Þessi umræða um snilligáfur hefur ávallt farið í taugarnar á mér," sagði Cavalin. „Snilligáfa er ekki nauðsynleg. Það eina sem þarf til er elja, með henni er allt hægt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×