Innlent

Nærmynd af Baltasar Kormáki

Velgengni kvikmyndarinnar Contraband hefur gert leikstjórann Baltasar Kormák að rísandi stjörnu í Hollywood. Nærmynd af kappanum var frumsýnd í Íslandi í dag og hana má sjá hér að ofan.

Tekjurnar af Contraband eru nú orðnar níu milljarðar króna og er hún því vinsælasta kvikmynd það sem af er ári.

Baltasar vinnur nú að framleiðslu kvikmyndarinnar 2 Guns en stórstjörnurnar Mark Wahlberg og Denzel Washington munu fara með aðalhlutverk í myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×