Innlent

Lögreglan leitar árásarmanns á menntaskólaaldri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að pilti á menntaskólaaldri sem réðst á þrettán ára dreng við Laugardalsvöllinn í gær.

Drengurinn var sleginn nokkrum sinnum með einhverskonar barefli.

Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til en annar piltur var með árásarmanninum í för og er sá á svipuðum aldri.

Sá sem varð fyrir árásinni leitaði á slysadeild en hann fann fyrir eymslum í bæði höndum og fótum. Árásin átti sér stað um hádegisbil í gær.

Leit lögreglu hefur ekki borið árangur. Árásarmennirnir eru báðir gannvaxnir og voru klæddir svörtum hettupeysum.

Þeir sem geta varpað ljósi á málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×