Viðbrögð við dómi Hæstaréttar 15. febrúar 2012 18:38 Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði nú klukkan fimm vegna niðurstöðu Hæstaréttar. Á fundinn voru kallaðir fulltrúar Seðlabanka, Fjármálaeftirlitsins og Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins en Helgi Hjörvar formaður nefndarinnar hafði fyrir mánuði síðan óskað eftir að þessar stofnanir myndu reikna út áhrif þess að dómurinn félli á þennan veg. „Það er ljóst að umtalsverður fjöldi skuldara mun fá nokkra leiðréttingu á sínum skuldum, þeim til hagsbóta og ég held að það sé ánægjulegt. Það mun auðvitað jafnframt hafa í för með sér nokkuð tjón fyrir fjármálakerfið og fjármálaeftirlitið telur það hlaupa á nokkrum tugum milljarða, eigið fé bankakerfisins hins vegar hleypur á mörg hundruð milljörðum þannig að viðskiptabankarnir eiga að geta tekist á við þetta," sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir. Framundan séu útreikningar á hverjar afleiðingarnar verða fyrir bankakerfið og heimilin og kappkostað verði við að gera það næstu sólarhringa. „Ég held það sé auðvitað áfall fyrir Alþingi að hafa sett lög sem að ekki halda í Hæstarétti en það verður þá að benda á að dómurinn fellur 4-3 svo það er augljóst að um mikið álitaefni var að ræða," sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan segir dóminn vera áfall fyrir ríkisstjórnina. „Dómurinn staðfestir, fullkomið klúður ríkisstjórnarinnar við gerð laga nr. 51/2010 sem voru samþykkt með miklum hraða í lok árs 2010," segir Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki. „Við vöruðum við því þegar málið var keyrt í gegnum þingið að um afturvirkni var að ræða að miða við vexti Seðlabankans oen ekki samningsvexti. Nú er það að koma á daginn og þetta virðist koma ríkisstjórninni, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu algjörlega á óvart," sagði Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Í samtali við fréttastofu sögðu talsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja að verið væri að fara yfir dóminn og þýðingu hans . Enginn vildi tjá sig að svo stöddu en ljóst er að dómurinn mun hafa víðtæk áhrif á bankana og gera það að verkum að endurreikna þarf öll gengistryggð lán aftur. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði nú klukkan fimm vegna niðurstöðu Hæstaréttar. Á fundinn voru kallaðir fulltrúar Seðlabanka, Fjármálaeftirlitsins og Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins en Helgi Hjörvar formaður nefndarinnar hafði fyrir mánuði síðan óskað eftir að þessar stofnanir myndu reikna út áhrif þess að dómurinn félli á þennan veg. „Það er ljóst að umtalsverður fjöldi skuldara mun fá nokkra leiðréttingu á sínum skuldum, þeim til hagsbóta og ég held að það sé ánægjulegt. Það mun auðvitað jafnframt hafa í för með sér nokkuð tjón fyrir fjármálakerfið og fjármálaeftirlitið telur það hlaupa á nokkrum tugum milljarða, eigið fé bankakerfisins hins vegar hleypur á mörg hundruð milljörðum þannig að viðskiptabankarnir eiga að geta tekist á við þetta," sagði Jóhanna Margrét Gísladóttir. Framundan séu útreikningar á hverjar afleiðingarnar verða fyrir bankakerfið og heimilin og kappkostað verði við að gera það næstu sólarhringa. „Ég held það sé auðvitað áfall fyrir Alþingi að hafa sett lög sem að ekki halda í Hæstarétti en það verður þá að benda á að dómurinn fellur 4-3 svo það er augljóst að um mikið álitaefni var að ræða," sagði Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Stjórnarandstaðan segir dóminn vera áfall fyrir ríkisstjórnina. „Dómurinn staðfestir, fullkomið klúður ríkisstjórnarinnar við gerð laga nr. 51/2010 sem voru samþykkt með miklum hraða í lok árs 2010," segir Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki. „Við vöruðum við því þegar málið var keyrt í gegnum þingið að um afturvirkni var að ræða að miða við vexti Seðlabankans oen ekki samningsvexti. Nú er það að koma á daginn og þetta virðist koma ríkisstjórninni, seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu algjörlega á óvart," sagði Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Í samtali við fréttastofu sögðu talsmenn stóru viðskiptabankanna þriggja að verið væri að fara yfir dóminn og þýðingu hans . Enginn vildi tjá sig að svo stöddu en ljóst er að dómurinn mun hafa víðtæk áhrif á bankana og gera það að verkum að endurreikna þarf öll gengistryggð lán aftur.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira