Innlent

"Dómurinn kom á óvart"

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði að dómur hæstaréttar hafi komið sér á óvart.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði að dómur hæstaréttar hafi komið sér á óvart.
Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði við blaðamenn nú undir kvöld að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu í dag hafi komið sér á óvart.

Steingrímur segist telja að dómurinn geti kostað bankana tugi milljarða en þeir muni þó standa höggið af sér. Eiginfjárhlutfall þeirra sé hátt. Hann vildi ekki nefna nákvæmar tölur varðandi kostnað bankanna vegna dómsins en telur að meira verði hægt að segja á morgun..

„Við getum alveg haldið ró okkar vegna þess dóms," sagði Steingrímur. „Þegar fyrsti gengisdómurinn féll árið 2010 voru teiknaðar upp nokkrar sviðsmyndir og þessi dómur er ein af þeim."

Steingrímur segir jafnframt að vinna bankanna við endurútreikning lána verði mikil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×