Innlent

"Við viljum auka flæði bíla í borginni"

Karl var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Karl var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Karl Sigurðsson, formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann var spurður út í áætlaðar hækkanir á stöðumælagjaldi.

„Hækkanirnar eru hugsaðar sem leið til að stýra umferðarflæðinu betur," sagði Karl.

Hann sagði að tilgangur gjaldtökunnar sé ekki sá að fækka bílum á götum borgarinnar. „Við erum að reyna að auka flæðið og koma í veg fyrir að bílar stoppi lengi." Hann sagði að dæmi væru um að bílar hefðu setið í stæðum sólarhringunum saman.

Með hækkununum verður hægt að koma í veg fyrir slíkt. „Fólk sem ætlar að stoppa hálfan daginn í bænum mun nú eiga auðveldara með að finna sér stæði."

Karl sagði að nokkrir búðareigendur hefðu lýst yfir óánægju sinni vegna hækkunarinnar. Hann er þó viss um að aukin gjaldtaka muni á endanum leiða til meira flæðis og fleiri viðskiptavina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×