Innlent

Vigdís vill ríkisstjórnina burt

Vigdís var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis í dag.
Vigdís var gestur útvarpsþáttarins Reykjavík síðdegis í dag.
„Lagasetningin fór gegn lögum og stjórnarskrá og ríkisstjórnin hefur í enn eitt skiptið fengið dóm hæstaréttar yfir sig," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.

Í þættinum var Vigdís meðal annars spurð út í hitamál dagsins - nýfallin dóm hæstaréttar varðandi gengistryggð lán.

„Alvarlegasti hluturinn í þessu öllu er sá að á tímabilinu frá því lögin voru sett þá hafa fleiri hundruðir fjölskyldna misst húsnæði sín."

Vigdís sagði að dómur hæstaréttar eigi eftir að hafa pólitískar afleiðingar. „Ég ætla rétt að vona það að ríkisstjórnin sjái sóma sinn í því að standa upp, kveðja þinghúsið og skila inn umboði sínu á Bessastöðum."

„Þetta er dýr dómur fyrir þjóðina en hann er þó ekki sá fyrsti sem ríkisstjórnin hefur kostað íslenskt samfélag frá því að hún tók við fyrir þremur árum."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Vigdísi hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×