Innlent

Nöfn þeirra sem sátu í dómnefndinni

Greta Salóme felldi tár þegar ljóst var að hún er hafði borið sigur úr býtum.
Greta Salóme felldi tár þegar ljóst var að hún er hafði borið sigur úr býtum. Mynd/Daníel
„Niðurstaðan var að fá samþykki hjá öllum þeim sem sátu í dómnefndinni," segir Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Ákveðið hefur verið að birta nöfn þeirra sjö aðila sem sátu í dómnefndinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn síðastliðinn.

Lagið Mundu eftir mér sigraði og hafnaði strákabandið Blár Ópal í öðru sæti. Vægi dómnefndar var 50% á móti 50% í símakosningu. Á sunnudaginn var ljóst að Blár Ópal hlaut flest atkvæði í símakosningunni, eða 700 fleiri atkvæði en Gréta Salóme og Jónsi.

Ingólfur Þórarinsson, höfundur lagsins Stattu upp, sagði í samtali við Vísi á sunnudaginn að reglurnar í keppninni þurfi að vera skýrar. Þannig hafi það verið óskýrt hvaða vægi símakosningin hefði og svo dómnefndin. „Ég held að besta fyrirkomulagið væri að láta símakosninguna gilda, enda ætti þjóðin að ráða þessu," sagði Ingó.

Dómnefndin:

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

Davíð Olgeirsson

Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Kristjana Stefánsdóttir

Logi Pedro Stefánsson

Magnús Kjartansson

Þórdís Schram




Fleiri fréttir

Sjá meira


×