Innlent

Tæplega 300 létust í fangelsisbruna

Mynd/AFP
Að minnsta kosti 272 eru látnir eftir stórbruna í fangelsi í Hondúras. Sumir fanganna náðu að bjarga sér með því að rjúfa gat á þak fangelsins og stökkva af þakinu. Tugir fanga voru hinsvegar lokaðir inni í klefum sínum og áttu sér því enga undankomu auðið.

Flestir eru taldir hafa kafnað af völdum reyks. Óljóst er hvað olli eldsvoðanum en líkur eru taldar á því að hann hafi kviknað út frá rafmagni. Rúmlega átta hundruð fangar voru vistaðir í fangelsinu sem er um hundrað kílómetra norður af höfuðborg landsins, Tegugigalpa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×