Innlent

Felldu niður fasteignagjöld á eldri borgara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum í gær að fella niður fasteignagjöld á Vestmannaeyinga sem náð hafa 70 ára aldri. Í fundargerð bæjarráðs segir að þetta sér gert vegna sterks reksturs bæjarsjóðs á síðasta ári sem hafi búið til aukið svigrúm til að lækka álögur á eldri borgara með það fyrir augum að gera þeim kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði. Í fundargerðinni er tekið fram að þetta nái einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í og gildir þegar annað hjóna eða sambúðaraðili hefur náð 70 ára aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×