Innlent

Lömdu mann með felgulykli í höfuðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árásin var gerð á Olísstöð við Skúlagötu.
Árásin var gerð á Olísstöð við Skúlagötu.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun tvo menn á þrítugsaldri í 12 mánaða fangelsi fyrir alvarlega árás á annan mann á bensínstöð Olís við Skúlagötu í Reykjavík í júlí 2009. Níu mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir.

Annar mannanna sló fórnarlambið í höfuðið með felgulykli og allt að fimm sinnum í fæturnar. Hinn maðurinn skallaði fórnarlambið í höfuð, tók hann hálstaki og hélt honum þannig á meðan atlögunni stóð. Þá slógu mennirnir og spörkuðu ítrekað í líkama hans. Fórnarlambið kinnbeinsbrotnaði í árásinni og hlaut sár og marbletti víðsvegar á líkamanum. Mennirnir játuðu sök að mestu leyti.

Í dómnum segir að ákvörðun um að skilorðsbinda stærstan hluta dómsins sé byggð á því hve langt er síðan árásin átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×