Innlent

Innbrotsþjófar léku lausum hala í nótt

Innbrotsþjófar léku lausum hala á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Fyrst var tilkynnt um að tveir unglingspiltar hefðu brotið rúðu í bíl í Rimahverfi, síðan um innbrot í sjoppu við bensínstöð við Kringlumýrarbraut, þá um innbrot í veitingasgtað við Bíldshöfða og loks í fataverslun við Miðhraun í Hafnarfirði.

Ekki er nákvæmlega vitað hversu miklu var stolið og komust þjófarnir undan í öllum tilvikum og er þeirra nú leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×