Innlent

Ármann kjörinn bæjarstjóri Kópavogs

Ármann Kr. Ólafsson hefur nú formlega tekið við bæjarstjórastólnum í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson hefur nú formlega tekið við bæjarstjórastólnum í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson hefur nú formlega tekið við bæjarstjórastólnum í Kópavogi. Hann var kjörinn á fundi bæjarstjórnar í Kópavogi í kvöld.

Þá tók nýr meirihluti sjálfstæðismanna, framsóknarmanna og Y-Lista Kópavogsbúa við stjórnartaumunum í bænum í kvöld.

Guðrún Pálsdóttir hefur því látið af störfum sem bæjarstjóri en hún gegndi embættinu frá júní árið 2010. Samkvæmt samskomulagi verður hún aftur sviðsstjóri hjá Kópavogi.

Þá var Margrét Björnsdóttir, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, kjörinn forseti bæjarstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×