Innlent

Árni kom Snorra til varnar

Árni Johnsen varði málfrelsið á Alþingi í dag og sagði skólayfirvöld í Brekkuskóla ráðast á Snorra Óskarsson með ofbeldi. Hann telur málið lykta af pólitík og komi samkynhneigð ekkert við.

Snorri var í gær settur í sex mánaða launað leyfi frá kennarastörfum vegna ummæla hans um samkynhneigð.

„Að reka mann úr vinnu fyrir tjáningu sína sem er alþekkt er lítilsvirðing og það er ofbeldi og valdníðsla," sagði Árni.

Þeir Snorri þekkjast vel síðan hann bjó í Vestmannaeyjum. Árni tók til varna fyrir hann á Alþingi í dag.

„Ég sagði að það væri sorglegt að bæjarstjórn Akureyrar væri komin með einhvers konar tegund af sýrlenskum vírus."

„Þú spurðir af hverju það var ráðist á Snorra? Það er svo sérkennilegt að það er varaþingmaður Samfylkingarinnar í skólaráði á Akureyri sem hefur forgöngu um það að ráðast á Snorra í Betel. Það er því pólitísk lykt af því."

Hann segist málið snúast um tjáningarfrelsi og mannréttindi.

„Það sem Snorri er gagnrýndur er einföld kennisetning úr Biblíunni sem hefur verið túlkuð í árþúsund. Þetta kemur samkynhneigðum ekkert við."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×