Innlent

Læknanemi hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Vilhjálmur Steingrímsson, læknanemi, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands í dag. „Mikill heiður" segir hinn ungi vinningshafi.

Sex verkefni voru tilnefnd til verðlaunanna sem voru afhent á Bessastöðum í dag. Vinningsverkefnið gekk út á að útbúa tól sem aðstoðar við mat á áhættu á hjartaáföllum hjá öldruðum og getur aukið forvarnir fyrir þann aldurshóp.

Leiðbeinendur Vilhjálms í verkefninu voru Thor Aspelun og Vilmundur Guðnason hjá Hjartavernd.

Í tilkynningu frá RANNÍS kemur fram að það hafi verið mat dómnefndar að verkefnið hefði til að bera alla þá eiginleika sem lagðir voru til grundvallar við mat á verkefnum.

„Þannig gæti það leitt til nýsköpunar, hagnýtingarmöguleikar þess væru miklir og það stuðlaði vel að samstarfi háskóla, stofnanna og fyrirtækja, auk þess sem sjálfstætt framlag nemenda var mikið. Verkefnið er vel unnið, mjög áhugavert og vekur okkur til umhugsunar um lífsgæði aldraðra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×