Innlent

Með marijúana í kvennafangelsinu í Kópavogi

Tuttugu og tveggja ára kona var í dag dæmd í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot, þjófnað, fjársvik og umferðarlagabrot. Konan á nokkurn afbrotaferil að baki en á meðal þess sem hún var dæmd fyrir var að hafa marijúana í herbergi sínu í kvennafangelsinu í Kópavogi. Þá stal hún einnig ilmvatni úr apóteki, sveik út vörur fyrir rúmlega 120 þúsund krónur hjá N1, í félagi við annan mann, og keyrði bíl undir áhrifum fíkniefna. Konan játaði brot sín í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en hún var einnig svip ökuréttindum í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×