Innlent

Tugir athugasemda gerðar við ástand mannréttinda á Íslandi

Ástandið í fangelsismálum var á meðal þess sem helst var gagnrýnt.
Ástandið í fangelsismálum var á meðal þess sem helst var gagnrýnt.
Tugir athugasemda voru gerðar við ástand mannréttindamála á Íslandi í reglubundinni yfirferð Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna en skýrsla þess efnis var birt í gær. „Þótt mörg ríki lykju lofsorði á stöðu mannréttinda og þá ekki síst í jafnréttismálum, lýstu mörg aðildarríki áhyggjum yfir ástandi fangelsismála, vægum dómum og fáum kærum í kynferðisafbrotamálum, kynbundnu launamisrétti, trúfrelsismálum og seinagangi við að staðfesta alþjóðlega mannréttindasáttmála," segir í frétt á heimasíðu upplýsingaskrifstofu SÞ.

„Meðal þeirra ríkja sem lýstu áhyggjum sínum af mannréttindum á Íslandi voru Bandaríkin, Bretland, þrjú Norðurlandanna, Ísrael, Afganistan og Íran."

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra fór fyrir nefnd Íslands sem gerði grein fyrir stöðu mannréttinda í landinu.

„Látnar voru í ljós áhyggjur af einstökum málaflokkum og lagðar fram nokkrir tugir tillagna til úrbóta sem íslenska sendinefndin tók í sumum tilfellum undir, sagðist í öðrum tilfellum þegar hafa verið fjallað um málin og tók enn aðrar tillögur til athugunar," segir ennfremur. Skýrsluna má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×