Innlent

Vill láta rassskella Steingrím

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson vill að Steingrímur verði rassskelltur.
Gunnar Bragi Sveinsson vill að Steingrímur verði rassskelltur.
„Ég held að þingforseti ætti að setja hæstvirtan formann VG á kné sér og rassskella hann," sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag.

Undir dagskrárliðnum „störf þingsins" í dag gagnrýndi Gunnar Bragi Steingrím J. Sigfússon, formann VG, harðlega fyrir að hafa sagt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, að þegja á þingfundi í gær. Taldi Gunnar Bragi að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingforseti þyrfti að ræða þetta mál við ráðherra.

„Það er með ólíkindum að þeir sem tala sem mest um virðingu þingsins - það eru akkúrat þeir sem setja þingið mest niður með vinnubrögðum og orðbragði eins og hæstvirtur fyrrverandi fjármálaráðherra," sagði Gunnar Bragi og var þar að vísa til Steingríms J. Sigfússonar.


Tengdar fréttir

Steingrímur við Sigmund Davíð: Æ, þegiðu

Það kastaðist í kekki milli Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og stjórnarandstæðinga þegar Steingrímur var að stíga úr pontu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var að spyrja Steingrím út í afstöðu hans til Evrópumála og barst talið meðal annars að deilu Íslendinga við Evrópusambandið vegna makrílstofnsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×