Innlent

Þorsteinn Guðmundsson leitar að konum

JHH skrifar
Þorsteinn Guðmundsson
Þorsteinn Guðmundsson
Leikarinn góðkunni Þorsteinn Guðmundsson er nú í óða önn að undirbúa kynningarátak Krabbameinsfélagsins, Mottumars. Til stendur að framleiða nýjar auglýsingar þar sem hann verður í hlutverki vinalega mannsins undir teppinu sem hvetur íslenska karlmenn til að læra að þekkja einkenni krabbameins og alla þjóðina til að heita á þá.

Þorsteinn hefur undanfarin tvö ár lagt Krabbameinsfélaginu lið og biðlar nú til nokkurra íslenskra kvenna að gera slíkt hið sama. „Við leitum að þremur ungum, sportlegum konum, sem þurfa að túlka talsverða aðdáun í minn garð, svo þetta ætti ekki að verða mjög snúið hlutverk," segir Þorsteinn í tilkynningu. Áhugasamar skulu senda tölvupóst á Sigríði Hrönn sigga@sagafilm.is fyrir næsta föstudag og láta mynd fylgja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×