Innlent

Tekur ekki ábyrgð á "klaufalegum misskilningi“ Hjálmars

Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi.
Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi.
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi segist ekki taka ábyrgð á því sem hann kallar klaufalegan misskilning bæjarfulltrúa Næstbestaflokksins sem leiddi til þess að meirihlutinn riðaði til falls.

Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi ritar grein í Fréttablaðið í dag sem ber heitið „Brennuvargar snúa aftur" og vísar þar til endurkomu Sjálstæðismanna að stjórn Kópavogsbæjar en greinin fjallar þó að mestu leyti um Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúa Næstbesta flokksins, sem sleit samstarfinu við hinn fallna meirihluta um miðjan síðasta mánuð en hann var ósáttur við hvernig staðið var að uppsögn bæjarstjórans.

Pétur rifjar upp fundinn þar sem meirihlutinn komst að þeirri niðurstöðu að segja bæjarstjóranum upp. „Hann skilur það sem svo að við munum ekki ræða við bæjarstjóra um þessi mál, fyrr en hann er búinn að ræða við sitt bakland."

Það var þó ákveðið að funda með bæjarstjóra áður en Hjálmar ræddi við sína menn þar sem óttast var að málinu yrði leikið í fjölmiðla.

„Það var ótrúlega skýrt hvað væri að fara að gerast. Það fór aldrei á milli mála í mínum huga hvað var að fara að gerast. Ég hef setið fullt af fundum og stundum er niðurstaðan á huldu, eða óskýr, en á þessum fundi var það bara alls ekki þannig."

Pétur segir góðan anda þó hafa ríkt innan meirihlutans þar til Hjálmar sagðist ekki geta starfað með þeim lengur og ástæðuna sagði hann vera aðferðina frekar en aðgerðina um starfslok bæjarstjóra.

„Fólk getur auðvitað misskilið, en við getum ekki tekið ábyrgð á því eins og hann er að gefa í skyn í blöðunum hvað eftir annað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×